Aðeins af díoxíni og fúran

Það þarf enga sorpbræðslu til að búa slík efni til þó svo að magnið sé að sjálfsögðu mest frá þeim. Maðurinn hefur framleitt efnin á opnum eldi frá upphafi vega. Díoxín verður til þegar kolefni er brennt í viðurvist klórs. Því hærra sem klórhlutfallið er í hráefninu, því meiri hætta á díoxínmengun. Þannig er möguleiki á framleiðslu díoxíns í mjög litlu magni við að nota dagblöð og annan pappír við uppkveikju í arninum heima hjá sér. Þetta kom í ljós í rannsóknum sem gerðar voru fyrir um áratug síðan þar sem sýnt var fram á að brennsla á mó til húshitunar leiddi af sér umtalsverða díoxínmengun vel fyrir iðnbyltingu. Þannig voru leiddar líkur að því að í Skosku Hálöndunum einum og sér hafi á ársgrundvelli á verið framleiddur um tíundi hluti þess díoxíns sem myndast í sorpbrennslum Bretlandseyja í dag. Mengun leynist því víða, það þarf bara að leita til að finna hana. 

Flokkun er í sjálfu sér ágætt tæki til að minnka díoxín mengun frá sorpbrennslum en kemur þó aldrei í veg fyrir hana tala nú ekki um ef rekstraraðilar hirða ekki um að koma sér upp almennilegum búnaði til meðhöndlunar útblæstrinum.  

Annars finnst mér þau mengunarmál sem eru komin í fréttirnar núna sýna andlegt ástand þessarar þjóðar í hnotskurn. Við stærum okkur af nægum fiski í sjónum og metveiði vegna sérstakrar þekkingar og veiðikænsku, hreinni náttúru vegna hreins og tæknivædds iðnaðar og landbúnaðar og einhvern vegin höldum við í fávisku okkar að við séum að gera allt miklu betur en allir aðrir. Mér finnst einfaldlega að við erum örfáar hræður sem búum lengst út í hundsrassi langt frá þéttbýliskjörnum og höfum einfaldlega ekki mannafla til að ganga hraðar á auðlindirnar okkar og menga allt í kringum okkur upp fyrir þolmörk umhverfisins svo mikill skaði verði að. Þetta hefur leitt til allsherjar kæruleysis í umhverfisvöktun hér á landi. Það eru örfáir að vinna við vöktun á mengun og fjármagn til hennar er af mjög skornum skammti. Gengur þetta kæruleysi meira að segja svo langt að það er ekki einu sinni til reglugerð á Íslandi um mengun í jarðvegi þrátt fyrir að þjóðir í kringum okkur hafi komið sér upp slíku tæki árið sautján hundruð og súrkál. Hvernig væri nú ef ráðamenn hysjuðu upp um sig buxurnar og settu sér stefnu í þessum málum sem vit væri í í staðinn fyrir að láta stórfyrirtæki og áhugasama vísindamenn standa straum af nánast öllum kostnaði og vinnu við umhverfisvöktun á þessu blessaða skeri? Og hananú.


mbl.is Gera á mælingar á díoxín í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband